⚠️ Athugaðu: Þessi viðburður er eingöngu fyrir starfsfólk BAUHAUS. Til að fara á almenna vefsíðu BAUHAUS skaltu smella hér: www.bauhaus.eu
Það er okkur sönn ánægja að þú viljir taka þátt í BAUHAUS Corporate Challenge – rafrænum íþróttaviðburði fyrir allt starfsfólk BAUHAUS í Evrópu. Vertu með og spreyttu þig á þessari áskorun með samstarfsfólki þínu. Hvettu samstarfsfólk þitt áfram og hjálpaðu til við að safna kílómetrum til styrktar góðs málefnis. Okkur mun takast það í sameiningu!
Á þessari síðu finnur þú allar helstu upplýsingar um viðburðinn.
BAUHAUS Corporate Challenge Europe sameinar þætti eins og tengslamyndun, heilsu, góðgerðastarf, keppni og mikið fjör í stafrænum viðburði fyrir öll útibú BAUHAUS í Evrópu. Reyndu að safna eins mörgum kílómetrum og þú getur í vikunni sem áskorunin stendur yfir. Þegar áskorunarvikunni lýkur færðu sérstakan BAUHAUS-verðlaunapening fyrir þátttökuna. 🏅 Til þess þarftu hins vegar að leggja að minnsta kosti 5 km að baki – það dugar ekkert minna en það! Með því að hreyfa þig gerir þú ekki bara heilsu þinni gott, heldur safnar þú um leið einnig kílómetrum til styrktar góðu málefni.
Allt starfsfólk BAUHAUS getur tekið þátt – óháð aldri, líkamsgetu, landi eða stöðu!
Það er undir þér komið hvort þú hleypur, gengur eða hjólar. Farðu uppáhaldsleiðina þína, sama hvar hún er. Með farsíma og þar til gerðu appi getur þú skráð árangurinn hjá þér. Skelltu þér út í ferska loftið og safnaðu kílómetrum!
Þú getur tekið þátt og safnað kílómetrum eins oft og þú vilt á tímabilinu 8. til 14. september 2025.
Þú hleypur, gengur og hjólar til góðs: Fyrir hvern kílómetra sem þú hleypur eða gengur gefur BAUHAUS eina evru til góðgerðamála. Fyrir hvern kílómetra sem farinn er á hjóli gefur BAUHAUS 0,50 evrur til góðs málefnis.
Viðburður: BAUHAUS Corporate Challenge Europe
Hvenær: 8. til 14. september 2025
Hver: Allt starfsfólk BAUHAUS í Evrópu
Hvað:
Hlaup 🏃🏻🏃🏽♀️ / kraftganga 🚶🏽 / ganga 🥾
Hjólreiðar 🚴🏻
GPS-mælingar: Ná þarf sambandi við GPS og því getur mæling eingöngu farið fram utandyra! 🛰️
Kerfiskröfur: Snjallsími með iOS- eða Android-stýrikerfi
Skref 1: Náðu í appið "BCCE"
Skref 2: Skráðu þig í appinu
Skref 3: Safnaðu kílómetrum á meðan áskorunin stendur yfir
Í BAUHAUS Corporate Challenge getur þú keppt við samstarfsfólk þitt um alla Evrópu, óháð staðsetningu, og um leið lagt þitt af mörkum til góðs málefnis. Safnaðu kílómetrum hvar sem er á tímabilinu 8. til 14. september 2025, hvort sem þú ert á Íslandi, í Tyrklandi eða annars staðar í Evrópu. Þú getur ýmist hlaupið, gengið eða hjólað – eins oft og þú vilt. Til að skrá kílómetrana þína þarftu einungis farsíma og BAUHAUS Corporate Challenge-appið. En það er sama hvort þú vilt etja kappi við aðra eða bara stunda afslappaða heilsurækt: Hver kílómetri skiptir máli fyrir góðan málstað. Sameiginlega markmiðið er að safna sem flestum kílómetrum. Athafnir allra þátttakenda eru reiknaðar saman og hækka töluna á kílómetrateljaranum. Þannig getið þið lagt ykkar af mörkum til að hækka upphæðina sem rennur til góðgerðamála.
Hreyfingin þín kemur öðrum til góða: Fyrir hvern kílómetra sem farinn er á hjóli gefur BAUHAUS 0,50 evrur og fyrir hvern kílómetra sem þú gengur eða hleypur rennur ein evra til góðgerðamála. Þegar áskoruninni lýkur verður upphæðinni sem safnast skipt á milli góðgerðastofnana og samfélagsverkefna í öllum löndum þar sem BAUHAUS er með útibú. Þannig getur þú lagt þitt af mörkum til að hækka söfnunarupphæðina. Ertu klár í áskorunina?
Smelltu á hnappinn til að fá frekari upplýsingar um verkefni sem BAUHAUS í þínu landi styður.
Hver hefur safnað flestum kílómetrum núna? Hvaða landsfyrirtæki BAUHAUS gerir mest og hvar eru flestir þátttakendur?
Í stigatöflunni í appinu geturðu fylgst með stöðunni hjá þér og samstarfsfólki þínu. Hægt er að nota síur til að bera saman tiltekin lönd og tiltekna staði.
BAUHAUS AG Belp/Schweiz
Zweigniederlassung Mannheim
Gutenbergstraße 21
68167 Mannheim
For questions concerning the BAUHAUS Corporate Challenge Europe, our service provider, n plus sport GmbH, Saarbrücken, Germany, is at your disposal at any time.